WWW.SEGDUSUBWAY.ISSurvey

SKILMÁLAR OG KJÖR


SAMÞYKKI SKILMÁLA OG KJARA

VINSAMLEGA LESIÐ VANDLEGA ÞESSA SKILMÁLA OG KJÖR VEFSETURSINS.

Value Pay Services LLC („VPS”) starfrækir og hýsir vefsetrið sem staðsett er á segdusubway.is („setrið”) á netþjónum í Bandaríkjum Norður-Ameríku. VPS starfrækir setrið í sambandi við verkefni SUBWAY® um reynslu neytenda. VPS safnar viðbrögðum neytenda og tengslaupplýsingum þeirra og sendir þessar upplýsingar til viðeigandi SUBWAY® veitingastaða, í þeim tilgangi að bæta reynslu viðskiptavina í heildina og þjónustu við þá.

VPS er dótturfyrirtæki Independent Purchasing Cooperative, Inc. („IPC”), sem er fyrirtæki í eigu meðlima, þ.e. allra SUBWAY® staða sem staðsettir eru í Bandaríkjunum, yfirráðasvæðum þeirra og Kanada. VPS starfrækir setrið f.h. eða í samvinnu við eftirfarandi aðila: Doctor’s Associates Inc. („DAI”), og Subway Franchise Systems of Canada, Ltd. („SFSC”). DAI og SFSC eru nefnd hér í heild sinni „SUBWAY® fyrirtækin.”

MEÐ AÐGANGI, VAFRI, OG/EÐA NOTKUN ÞESSARA SÍÐA EÐA ÞJÓNUSTUNNAR SEM FRAM ER SETT Á SETRI ÞESSU, SAMÞYKKIR ÞÚ ÞESSA SKILMÁLA OG KJÖR („SKILMÁLA OG KJÖR”). ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ MÓTTAKA ÁSKILDAR TILKYNNINGAR (EF UM ER AÐ RÆÐA) OG ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ ÞÚ ERT A.M.K. ÁTJÁN (18) ÁRA AÐ ALDRI. ÞESSIR SKILMÁLAR OG KJÖR INNIHALDA FYRIRVARA OG ÖNNUR ÁKVÆÐI SEM TAKMARKA ÁBYRGÐ VPS OG SUBWAY® FYRIRTÆKJANNA GAGNVART ÞÉR. ÞÚ ÁBYRGIST AÐ ÞÚ MUNIR EKKI NOTA SETRIÐ Í NEINUM ÞEIM TILGANGI SEM ER ÓLÖGLEGUR. EF ÞÚ VILT EKKI GANGAST UNDIR ÞESSA SKILMÁLA OG KJÖR, VINSAMLEGA EKKI FÁ AÐGANG AÐ, NOTA EÐA VAFRA Á ÞESSU SETRI.

VPS og SUBWAY® fyrirtækin geta breytt þessum skilmálum og kjörum eins og þeim þykir henta. Hinir nýju skilmálar og kjör taka gildi undir eins og birt eru og samþykkir þú hina nýjum skilmála og kjör um leið og þú heldur áfram að nota setrið. Ábyrgðin er þín að fá upplýsingar um breytingar ef um er að ræða. Ef þér líkar ekki við nýbirta skilmála og kjör er eina úrræði þitt að hætta að nota setrið.

Um leið og VPS og SUBWAY® fyrirtækin leggja sig fram um að veita tímanlegar og nákvæmar upplýsingar um SUBWAY® Fresh Catering Program á setrinu ætti þú ekki að ganga út frá því að veittar upplýsingar séu alltaf uppfærðar og að setrið veiti allar viðeigandi upplýsingar sem í boði eru.

UM ÓLÖGRÁÐA

Þetta setur ekki fyrir börn undir átján (18) ára aldri. Setrið er ætlað fullorðnum a.m.k átján (18) ára að aldri og hvorki VPS né SUBWAY® fyrirtækin safna persónuupplýsingum um neina sem er undir átján (18) ára aldri með setrinu.

HÖFUNDARRÉTTUR OG VÖRUMERKI.

Nema annars sé getið er allt efni á setrinu verndað með höfundarrétti, vöruútstillingum (trade dress), vörumerkjum og/eða öðrum hugverkum sem eru notuð eða í eigu VPS og SUBWAY® fyrirtækjanna og/eða tengdra aðila sem heimilað hafa VPS og SUBWAY® fyrirtækjunum að nota efni sitt.

SUBWAY® og SUBWAY® vörumerkið eu skrásett vörumerki og þjónustumerki í eigu og skrásett af DAI. DAI merkin á setrinu standa fyrir sum merkin sem nú eru í eigu og stjórnað í Bandaríkjunum og/eða einu eða fleiri löndum af DAI eða rétthöfum þess. Framsetning þessara merkja og tilkynninga sem tengist þessum merkjum er ekki ætluð að vera heildstæð samantekt á öllum eignarréttindum DAI’s á heimsvísu og getur DAI átt eða stjórnað öðrum hugverkum í einu eða fleiri löndum utan Bandaríkjanna.

Allur réttur sem ekki er beinlínis veittur er áskilinn.

ÁSÆTTANLEG PERSÓNULEG NOTKUN OG PERSÓNUUPPLÝSINGAR

Notkun þín á efni vefsetursins er til upplýsingar, svörunar, innlausna afsláttarmiða og/eða pöntunar veitinga aðeins. Þú samþykkir að þú munir ekki dreifa, gefa út, senda út, breyta, sýna eða afleiða verk frá setrinu eða hagnýta innihald þess með neinum öðrum hætti.

VINSAMLEGA LESTU VANDLEGA („PERSÓNUUPPLÝSINGASTEFNAN”). NEMA ÞAR SEM AÐRAR TILKYNNINGAR EÐA SAMÞYKKI ERU ÁSKILIN SKV. LÖGUM, SAMÞYKKIR ÞÚ ÞESSA FRIÐHELGISTEFNU, MEÐ ÞVÍ AÐ FARA INN Á, VAFRA Á OG/EÐA NOTA SÍÐURNAR EÐA ÞJÓNUSTUNA SEM BIRT ER Á ÞESSU SETRI, OG SAMÞYKKIR NOTKUN PERSÓNULEGRA UPPLÝSINGA OG HVERS KYN MEÐFERÐAR ÞEIRRA Í SAMRÆMI VIÐ NEFNDA STEFNU.

Þú samþykkir að nota ekki setrið í neinum ólöglegum tilgangi eða sem bannað er skv. þessum skilmálum og kjörum eða að valda skemmdum á eða með notkun á setrinu. Þú samþykkir að engin af tjáskiptum þínum við eða í gegnum setrið muni brjóta nein staðbundin-, fylkis-, bandarísk- eða kanadísk lög. Þú samþykkir að engin tjáskipta þinna við eða í gegnum setrið muni brjóta á rétti þriðja aðila eða innihalda, níð, ærumeiðandi ummæli, móðgandi- eða klúrt efni.

Efnið sem birt er á setrinu má ekki afrita eða dreifa, endurútgefa, hala upp, birta eða útvarpa með neinum hætti, nema að áður sé heimilað af VPS og/eða SUBWAY® fyrirtækjunum. Allt efnið sem býðst á setrinu er í einkaeign og fellur undir útgáfurétt, höfundarrétt eða annarskonar rétt og ekkert hér ritað skal vera túlkað gegn því með neinum hætti, hvort sem er með að gefa í skyn með yfirlýsingum eða öðrum hætti, afsali eða eignarrétti á eða rétti til einkanota á, hvers kyns hugverkarétti eða öðrum rétti og neins konar viðskiptavild þessu samfara. Þú viðurkennir að óheimiluð notkun innihaldsins gæti valdið óbætanlegum skaða fyrir VPS og SUBWAY® fyrirtækin og að ef um óheimilaða notkun er að ræða, munu VPS og SUBWAY® fyrirtækin eiga rétt á að óska lögbanns til viðbótar hverskonar annarra úrbóta sem lögin eða eignarréttur heimila.

VIÐBRÖGÐ OG INNSENDINGAR

Innsendingar þínar, viðbrögð og athugasemdir („innsendingar”) eru algerlega af fúsum og frjálsum vilja, eru ekki í trúnaði og eru ókeypis. Þú samþykkir að þú ert og skalt vera algerlega ábyrg(ur) fyrir innihaldi allra innsendinga þinna og að þú munt ekki leggja fram efni sem er ólöglegt, niðrandi, meiðandi eða klúrt. Þú samþykkir að þú munir ekki leggja fram neitt til setursins sem brýtur á neinum þriðja aðila, þ.m.t. höfundarrétti, vörumerkjum, friðhelgi eða öðrum persónulegum- eða einkarétti.

VPS og SUBWAY® fyrirtækin kunna að meta áhuga þinn, hins vegar vilja VPS og SUBWAY® fyrirtækin ekki fá og geta ekki móttekið neinar hugmyndir sem þú telur að séu undir eignarrétti, varðandi hönnun, vörutækni eða aðrar tillögur sem þú kannt að hafa þróað. Þess vegna heimilar þú VPS, SUBWAY® fyrirtækjunum og fulltrúum þeirra ævarandi, óafturkallanlega, ótakmarkaða, fullgreidda og þóknunarlausa heimild til notkunar hverskonar hugmynda eða innsendinga, takmarkalaust án neinskonar greiðslu eða annarskonar endurgjalds eða heimilda eða tilkynninga til þín eða neinna þriðju aðila. Þessi heimild skal innifela án takmarka, óafturkallanlegan rétt til endurgerðar, afleiðuverka, blöndu með öðrum verkum, breytingu, þýðingu, dreifingu afrita, birtingu, leik á og/eða leyfi til framlagningar og allan rétt þar með í nafni VPS og SUBWAY® fyrirtækjanna eða fulltrúa þeirra um allan heim, endalaust, í öllum fjölmiðlum sem nú eru þekktir og þeim er hér eftir verða skapaðir. Til viðbótar ábyrgist þú að öllum siðferðilegum rétti sem snýr að einhverju efni undir höfundarrétti verði afsalað.

Með því að senda inn viðurkennir þú og samþykkir að VPS, SUBWAY® fyrirtækin og fulltrúar þeirra geti sjálfir skapað sambærilegt eða fengið aðrar innsendingar sem geti verið líkar eða eins og innsendingin þín. Þú afsalar þér hér með öllum kröfum sem þú getur hafa haft, gætir haft og/eða getur haft í framtíðinni til að allar mótteknar innsendingar, skoðaðar og/eða notaðar af VPS og SUBWAY® fyrirtækjunum eða fulltrúum þeirra séu líkar þinni innsendingu.

TAKMARKANIR Á NOTKUN

Óheimilt er að afrita, dreifa, breyta, endurútgefa, endurnota, hala upp, endurbirta, senda út eða nota með öðrum hætti en að vafra um með venjulegum hætti neitt efni setursins án skriflegrar heimildar VPS og/eða SUBWAY® fyrirtækjanna. Allar upplýsingar í séreign eru í eigu VPS og SUBWAY® fyrirtækjanna. Efnið á setrinu er einungis í löglegum tilgangi og hvers kyns annarskonar notkun eða breytingar á efni setursin brjóta í bága við hugverkarétt VPS og SUBWAY® fyrirtækjanna. VPS og SUBWAY® fyrirtækin áskilja sér fullt eignarhald og fullan hugverkarétt á öllu efni. Þér er óheimilt að endurgera, selja, endurbirta, breyta eða umbreyta neinu efni á setrinu með neinum hætti sem ósamrýmanlegur er þessum skilmálum og kjörum.

Þú samþykkir að eftirfarandi framferði er ólöglegt og/eða bannað á setrinu. Óheimilt framferði innifelur en takmarkast ekki við eftirfarandi: (a) að nota setrið í hvers kyns tilgangi, viljandi eða óviljandi, til að brjóta hvers kyns viðeigandi, staðbundnar , fylkis-, alríkis- eða alþjóðlegar reglur eða lög, (b) að birta eða senda út í gegnum setrið hvers kyns upplýsingar, gögn, texta, skrár, tengla, hugbúnað eða annað efni sem VPS og/eða SUBWAY® fyrirtækin telja ólöglegt, klúrt, meiðandi, klámfengið, ógnandi, áreitið, móðgandi, hatursfullt eða vandræðalegt öðrum einstaklingi eða aðila eða það sem kallast getur netáreitni eða netelti með þeim hætti sem VPS og/eða SUBWAY® fyrirtækin telja það vera, (c) að birta efni sem brýtur á hugverkarétti, friðhelgi, útgáfurétti, rétti til viðskiptaleyndar eða á hvers kyns öðrum rétti neins aðila, (d) að birta vefslóðir til utanaðkomandi vefsetra eða HTML í öðru formi eða senda út hvers kyns keyranlegan hugbúnað, þ.m.t. vírusa, njósnahugbúnað, trójuhesta eða líkan hugbúnað, (e) að senda út hvað það sem heitið getur amapóstur, beint markaðssetningarefni eða annað óumbeðið auglýsinga- eða kynningarefni, (f) að villa á sér heimildir við notkun setursins, að birta efni eða persónulegar upplýsingar eða reyna að dylja eða villa á sér heimildir eða á einstaklingnum sem gera innlögn eða uppruna innlagna eða að leyfa einstaklingi eða aðila að nota persónuupplýsingar sínar til birtingar, skoðunar athugasemda eða notkunar setursins, (g) að uppskera eða safna upplýsingum um aðra, þ.m.t. tölvupóstföng, og (h) að hvetja annað fólk til að leggja stund á hvers kyns óheimilaðar athafnir sem lýst hefur verið hér. VPS og SUBWAY® fyrirtækin áskilja sér rétt til að rannsaka og hefja málaferli við hvern þann sem, að áliti VPS og/eða SUBWAY® fyrirtækjanna, tekur þátt í einhverri hinna ólöglegu athafna.

Þú samþykkir að VPS og/eða SUBWAY® fyrirtækin áskilja sér rétt til, en eru ekki skyldug til, að gera eitthvað eftirfarandi: (a) að rannsaka ásakanir um að innlögn sem birt hefur verið á setrinu standist ekki þessa skilmála og kjör og ákveða eins og þeim þykir henta að fjarlægja eða óska fjarlægingar á öllum slíkum innlögnum, (b) að fjarlægja innlagnir sem eru móðgandi, ólöglegar eða óvirðandi eða sem standast ekki með öðrum hætti þessa skilmála og kjör, (c) að loka fyrir aðgang notanda að setrinu, (d) að fylgjast með, breyta eða birta hvaða innlögn á setrinu sem er, eða (e) að breyta eða eyða hvaða efni sem er og sem birt hefur verið á setrinu, hvort sem það efni brýtur í bága við þessa skilmála og kjör eða ekki.

TENGLAR

Nokkrir tenglar á setrinu munu gefa þér tækifæri til að tengjast vefsetrum þriðju aðila sem ekki er stjórnað af VPS og/eða SUBWAY® fyrirtækjunum. VPS og SUBWAY® fyrirtækin leggja aðeins til þessa tengla til aukinna þæginda fyrir þig. Þó að tengill sé á setrinu gefur það EKKI í skyn stuðning af hálfu VPS eða SUBWAY® fyrirtækjanna. VPS og SUBWAY® fyrirtækin eru EKKI ábyrg fyrir friðhelgistefnu eða innihaldi neinna tengdra vefsetra. Þú vafrar á tengd vefsetur á eigin ábyrgð.

FYRIRVARI

NEMA AÐ UM ANNAÐ SÉ SKÝRT Á KVEÐIÐ, ERU ÞJÓNUSTA, INNIHALD, EFNI OG UPPLÝSINGAR Á ÞESSU VEFSETRI BOÐNAR EINS OG ÞÆR KOMA FYRIR OG EINS OG ÞÆR BJÓÐAST ÁN NEINNA SKILYRÐA EÐA ÁBYRGÐA AF NEINUM TOGA, HVORKI SEM GEFNAR HAFA VERIÐ Í SKYN NÉ FULLYRT UM. HVORKI VPS NÉ SUBWAY® FYRIRTÆKIN HALDA FRAM MEÐ BEINUM EÐA ÓBEINUM HÆTTI, SÖLUHÆFI OG GÆÐUM Í NEINUM SÉRSTÖKUM TILGANGI, Þ.M.T. ÁBYRGÐUM ÁN TAKMARKANA. HVORKI VPS EÐA SUBWAY® FYRIRTÆKIN TRYGGJA AÐ STARFSEMIN SEM FRAM FER Á SETRINU VERÐI ÓTRUFLUÐ EÐA VILLUFRÍ, AÐ ÞETTA SETUR EÐA ÞJÓNAR ÞESS VERÐI LAUSIR VIÐ VÍRUSA EÐA ANNAÐ SKAÐLEGT INNIHALD, EÐA AÐ GALLAR VERÐI LEIÐRÉTTIR JAFNVEL ÞÓTT VPS EÐA SUBWAY® FYRIRTÆKJUNUM SÉ KUNNUGT UM ÞÁ.

TAKMARKANIR Á SKAÐABÓTASKYLDU

EINA ÚRRÆÐI ÞITT HVAÐ VARÐAR DEILUR OG NOTKUN Á ÞESSU VEFSETRI ER AÐ HÆTTA NOTKUN Á ÞESSU VEFSETRI. AÐ ÞVÍ HÁMARKI SEM HEIMILAÐ ER SKV. VIÐEIGANDI LÖGUM MUN VPS, SUBWAY® FYRIRTÆKIN OG ALLIR AÐRIR AÐILAR (HVORT SEM ÞEIR TÓKU ÞÁTT Í SKÖPUN, GERÐ, VIÐHALD EÐA AFGREIÐSLU SETURSINS) OG FRAMKVÆMDASTJÓRAR, YFIRMENN, STJÓRNENDUR, STARFSMENN HLUTHAFAR EÐA UMBOÐSAÐILAR VPS OG SUBWAY® FYRIRTÆKJANNA ÚTILOKA ALLA ÁBYRGÐ OG SKAÐABÓTASKYLDU FYRIR HVERS KYNS TAP EÐA TJÓN SEM ÞÚ EÐA ÞRIÐJI AÐILI KUNNIÐ AÐ HLJÓTA (Þ.M.T. ÁN TAKMARKANA, HVERS KYNS BEINT EÐA ÓBEINT, TAP EÐA TJÓN VEGNA REFSINGA, EÐA AFLEITT TAP EÐA TJÓN VEGNA LAUNATAPS, HAGNAÐAR, VELVILJA, GAGNA, SAMNINGA, NOTKUNAR PENINGA, EÐA TAP EÐA TJÓN AF EÐA Í TENGSLUM VIÐ, MEÐ EINHVERJUM HÆTTI, VIÐ TRUFLUN Á VIÐSKIPTUM OG HVORT SKAÐABÓTASKYLDA (Þ.M.T. VANRÆKSLA ÁN TAKMARKA), SKV. SAMNINGI EÐA MEÐ ÖÐRUM HÆTTI) Í TENGSLUM VIÐ SETRIÐ MEÐ HVAÐA HÆTTI SEM ER EÐA Í TENGSLUM VIÐ NOTKUN, VANGETU TIL NOTKUNAR, EÐA AFLEIÐINGAR AF NOTKUN SETURSINS, Þ.M.T. ÁN TAKMARKA, AÐGERÐIR EÐA GJÖRÐIR SEM LEIÐA AF NOTKUN ÚRRÆÐA SEM KYNNT ERU Á SETRINU, ÖLL VEFSETUR TENGD VIÐ SETRIÐ, EÐA EFNI Á ÞEIM VEFSETRUM EÐA NOT Á INNLÖGNUM, Þ.M.T. EN TAKMARKAST EKKI VIÐ TAP EÐA TJÓN VEGNA VÍRUSA SEM HAFT GETA ÁHRIF Á TÖLVUBÚNAÐ ÞINN, HUGBÚNAÐ, GÖGN EÐA AÐRAR EIGNIR VEGNA AÐGANGS ÞÍN TIL, NOTKUNAR Á, EÐA VAFURS Á SETRINU EÐA NIÐURHALS EFNIS FRÁ SETRINU EÐA EINHVERS VEFSETURS SEM TENGT ER ÞESSU SETRI.

EKKERT Í ÞESSUM SKILMÁLUM OG KJÖRUM SKAL UNDANSKILJA EÐA TAKMARKA ÁBYRGÐ VPS OG SUBWAY® FYRIRTÆKJANNA Í RÍKJUM EÐA LÖGSAGNARUMDÆMUM SEM HEIMILA EKKI FRÁVÍSUN EÐA TAKMÖRKUN ÁBYRGÐAR SEM LEIÐIR AF EÐA ER TILFALLANDI, Í ÞEIM RÍKJUM OG LÖGSAGNARUMDÆMUM SKAL ÁBYRGÐ VPS OG SUBWAY® FYRIRTÆKJANNA TAKMARKAST VIÐ HÁMARK ÞAÐ SEM LEYFILEGT ER SKV LÖGUM.

TRYGGINGAR

Þú samþykkir að ábyrgjast að verja og halda VPS og SUBWAY® fyrirtækjunum ábyrgðarlausum gegn hvers kyns kröfum, þ.m.t. en ekki takmarkað við, kröfum þriðju aðila, tjóni, kostnaði og skuldum, ásamt sanngjarnri þóknun til lögmanna sem verða af eða í tengslum við brot þín á þessum skilmálum og kjörum sem og kröfum sem leiða kunna af hvers kyns óheimilaðri notkun sem þú kannt að viðhafa á efni eða öðru efni setursins.

VIÐEIGANDI LÖG OG LÖGSAGNARUMDÆMI

Aðgangi að og notum á þessu setri og þessum skilmálum og kjörum er skv. lögum Flórídafylkis í Bandaríkjum Norður-Ameríku, án þess að skarast á við nein lög eða grunndvallarreglur laga eða bandarískra alríkislaga. Öll málaferli sem tengjast aðgangi þínum eða notum af setrinu eða fylgni við þessa skilmála og kjör skulu fara fram í lögsagnarumdæmi fylkis- og/eða alríkisdómstóla sem sitja í Flórídafylki og þú samþykkir að fá stefnu í því skyni í pósti. Þú afsalar þér hér með öllum lögsagnarumdæmum og varnarþingum er annars gætu komið til greina.

EKKERT FRAMSAL

Þér er óheimilt að framselja eða flytja neinn rétt þinn eða skyldur skv. þessum skilmálum og kjörum. Allur slíkur flutningur eða afsal skal ómerkur.

STEFNANLEIKI

Ef einhver hluti þessara skilmála og kjara eða beiting einhverra ákvæða þeirra gagnvart einhverjum aðila eða aðstæðum eru talin ógild eða óframfylgjanleg af einhverjum ástæðum, gilda hin ákvæðin sem eftir standa af þessum skilmálum og kjörum og beiting þeirra ákvæða gegn öðrum einstaklingum eða aðstæðum skal ekki verða fyrir áhrifum. Eins og helst er mögulegt skal dómstóllinn sem telur ákvæðin ógild, ólögleg eða óframfylgjanleg, aðlaga og túlka ákvæðin þannig að þau verði gild og framfylgjanleg gegn öllum einstaklingum eða aðilum og að gefa mestu mögulegu vernd, einstaklingum sem haldið er skaðlausum innan marka, gildis, laga og framfylgjanleika.

ENGAR UNDANÞÁGUR

Ef VPS bregst við að krefjast strangrar framfylgni við einhver ákvæði þessara skilmála og kjara skal það ekki túlkað sem afsal einhverra ákvæða eða réttar.

FYRIRSAGNIR

Fyrirsagnir einhverra þessara skilmála eða kjara eru einungis til þæginda og viðmiðunar. Þessar fyrirsagnir skal hunsa í túlkun eða útleggingu einhverra þessara skilmála eða kjara.

ALGER SKILNINGUR

Skilmálar þessir og kjör og „PERSÓNUUPPLÝSINGASTEFNAN ” innifela allan skilning í heild sinni á milla VPS, SUBWAY® fyrirtækjanna og þín með tilliti til notkunar þinnar á setrinu, ásamt, en ekki takmarkað við hvers kyn veitingapantanir í gegnum setið.

HAFA SAMBAND VIÐ VPS

Vegna frekari upplýsinga eða ef þú hefur einhverjar upplýsingar um þessa skilmála og kjör, vinsamlegar hafið samband við VPS að:

Value Pay Services LLC
1-888-445-9239
Privacyofficer@ipcoop.com
9200 S. Dadeland Blvd. Suite 705 Miami,
FL 33156
Opnunartími: Mánudagar – föstudagar 8:30 – 17:30 á bandarískum austurstrandartíma

Staður

 

FAVORITE STORE

Enter Address or Zip Code

1 Mile = 1.6 km

CHOOSE YOUR FAVORITE STORE